Laker er með rúmlega 11 þúsund fylgjendur á YouTube og birtir reglulega myndbönd, en í því nýjasta sem birt var í gær nefnir hún hvernig Ísland hefur breytt henni á 10 mismunandi vegu.
Í myndbandinu talar hún meðal annars um hvernig sturtur í sundlaugum og líkamsræktum hérlendis breyttu viðhorfi hennar til nektar, hvernig hún fór að meta kjötát betur eftir búsetuna á Íslandi og lærði að elska snjóinn.