Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 14. júlí 2018 20:08 Mikill reykur steig upp frá byggingunni sem skotið var á í dag. Vísir/Getty Ísraelskar herþotur gerðu loftárás á Gaza-svæðið í dag. Að minnsta kosti tólf særðust, þar af tvö börn, þegar skotið var á yfirgefna byggingu síðdegis en í morgun voru árásir gerðar á bækistöðvar Hamas-liða. Yfirvöld í Palestínu segja tvo hafa látist í árásum dagsins. Yfir 40 skotmörk voru hæfð í fyrstu árásunum sem hófust snemma í morgun að sögn ísraelskra hermálayfirvalda. Þar af göng Hamas-liða í suðurhluta Gaza og byggingar á hernaðarsvæðum. Síðdegis var skotið á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu en við hlið hennar er almenningsgarður. Tólf vegfarendur særðust og þar af voru tvö börn. Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. „Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir aðgerðirnar halda áfram svo lengi sem þörf krefur. Þetta séu viðbrögð við hryðjuverkaárásum Hamas-samtakanna. „Við munum auka umfang viðbragða okkar við hryðjuverkaárásum Hamas svo lengi sem við þurfum. Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun.“, segir Netanyahu. Sjónarvottar segja tvo hafa fallið eftir að skotið var á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu og þeir látnu hafi verið vegfarendur nærri byggingunni. Þetta kemur í kjölfar fregna af því að á föstudag hafi Palestínumaður verið skotinn til bana í mótmælum við landamærin. Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárás á Gaza-svæðið í dag. Að minnsta kosti tólf særðust, þar af tvö börn, þegar skotið var á yfirgefna byggingu síðdegis en í morgun voru árásir gerðar á bækistöðvar Hamas-liða. Yfirvöld í Palestínu segja tvo hafa látist í árásum dagsins. Yfir 40 skotmörk voru hæfð í fyrstu árásunum sem hófust snemma í morgun að sögn ísraelskra hermálayfirvalda. Þar af göng Hamas-liða í suðurhluta Gaza og byggingar á hernaðarsvæðum. Síðdegis var skotið á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu en við hlið hennar er almenningsgarður. Tólf vegfarendur særðust og þar af voru tvö börn. Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. „Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir aðgerðirnar halda áfram svo lengi sem þörf krefur. Þetta séu viðbrögð við hryðjuverkaárásum Hamas-samtakanna. „Við munum auka umfang viðbragða okkar við hryðjuverkaárásum Hamas svo lengi sem við þurfum. Ef Hamas fær ekki skilaboðin í dag, þá berast þau á morgun.“, segir Netanyahu. Sjónarvottar segja tvo hafa fallið eftir að skotið var á yfirgefna byggingu á Gaza-svæðinu og þeir látnu hafi verið vegfarendur nærri byggingunni. Þetta kemur í kjölfar fregna af því að á föstudag hafi Palestínumaður verið skotinn til bana í mótmælum við landamærin.
Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira