Hamilton fetaði í fótspor íslensku „Kókómjólkurinnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:34 Lewis Hamilton á fullri ferð yfir vatnið. Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1 og fjórfaldur heimsmeistari í greininni, var hér á landi í vikunni en það má sjá á Twitter-síðu hans. „Eins dags ferð mín til Íslands var geggjuð. Þetta er rosalega fallegur staður. Það eru hundrað prósent líkur á að ég fari aftur,“ skrifar Hamilton á Twitter-síðu sína og birtir skemmtilegt myndband. Í myndbandinu keyrir Hamilton á fullri ferð á torfærubíl yfir vatnslón og drífur alla leið sem ekki hver sem er getur án þess að sökkva. Það þarf alvöru hæfileika í svona aðgerð en Hamilton kann nú alveg að halda um stýrið.My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt — Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018 Það má gefa sér það að Hamilton hafi fengið hugmyndina úr bílasjónvarpsþættinum Top Gear. Richards Hammond, einn af þáverandi stjórnendum þáttarins, kom til Íslands árið 2009 og gerði það sama. Hammond reyndar keyrði ekki sjálfur heldur sat hann í bíl með „Kókómjólkinni“ sjálfri, Gísla Gunnari Jónssyni, einum færasta torfærukappa Íslandssögunnar. Gísli Gunnar gerði garðinn frægan á bílnum Kókómjólkin um árabil áður en hann skipti um styrktaraðila og keyrði fyrir Arctic Trucks en það var á þeim bíl sem hann skautaði yfir vatnið með Hammond. Akstur Hamiltons er svo sannarlega flottur en það verður að segjast að Kókómjólkin gerði þetta betur enda á eldri bíl og með farþega. Engu að síður skemmtilegt hjá Hamilton.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira