Skrefi nær annarri myndarlegri útborgun eftir sigrana frábæru Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 13:00 Stjarnan og FH eru sama og komin í aðra umferðina. vísir/bára FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
FH og Stjarnan eru komin með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir glæsilega sigra í gærkvöldi. Stjarnan bar sigurorð af Nömme Kalju frá Eistlandi á Samsung-vellinum í Garðabæ, 3-0, en eistneska liðið er þrautreynt Evrópulið og hefur komist í gegnum fyrstu umferðina sjö ár í röð. FH gerði enn betur og vann finnska liðið Lahti á útivelli, 3-0, en mikið þarf að gerast svo nágrannaliðin fari ekki áfram í aðra umferð Evrópudeildarinar. Þar mætir FH liði Haopel Haifa frá Ísrael en Stjarnan líklega FCK frá Kaupmannahöfn. Eins og alltaf eru myndarlegar peningaupphæðir í boði fyrir liðin í Evrópu enda ekki að ástæðulausu að nær öll liðin deildarinnar setja stefnuna á að enda í Evrópusæti þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok móts. Stjarnan og FH fengu bæði 240 þúsund evrur eða 30 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferðinni en komist liðin áfram fá þau bæði 260 þúsund evrur eða 32,7 milljónir króna. Ríflega 60 milljónir í kassann fyrir tvö Evrópueinvígi. Eyjamenn fengu sömuleiðis 240 þúsund evrur fyrir einvígi sitt á móti norska liðinu Sarpsborg en það verður að teljast afar ólíklegt að ÍBV fari áfram eftir 4-0 skellinn á heimavelli í gærkvöldi. Aðeins meira er í boði fyrir Valsmenn í Meistaradeildinni en fyrir utan meistaragreiðsluna frá UEFA fékk liðið 280 þúsund evrur eða 35 milljónir króna fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppninnar þar sem að liðið er í miðri rimmu gegn Noregsmeisturum Rosenborgar. Geri Valsmenn hið ótrúlega og leggi norska liðið að velli fær það 380 þúsund evrur eða 47 milljónir króna fyrir að taka þátt í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en annars fær það 32,7 eins og Stjarnan og FH því það „fellur“ niður í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30 Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Nömme Kalju 3-0 | Frábær sigur Stjörnunnar Stjörnumenn unnu frábæran sigur á Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Garðabænum í kvöld 12. júlí 2018 22:30
Umfjöllun: Lahti - FH 0-3 | FH í frábærum málum FH er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn gegn FC Lahti í Evrópudeildinni en FH vann 3-0 útisigur í Finnlandi í dag. Leikur FH var afar góður. 12. júlí 2018 17:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Sarpsborg 0-4 | Eyjamenn þurfa kraftaverk í Noregi Bikarmeistarar ÍBV töpuðu stórt fyrir norska liðinu Sarpsborg á Hásteinsvelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 12. júlí 2018 21:45