Vopnaðir menn sátu fyrir bíl rússneskra blaðamanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2018 12:07 Sameinuðu þjóðirnar hafa sent um tólf þúsund friðargæsluliða sem eiga erfitt með að stöðva ofbeldið í Mið-Afríkulýðveldinu. Vísir/EPA Þrír rússneskir blaðamenn sem myrtir voru í umsátri í Mið-Afríkulýðveldinu á mánudaginn voru staddir þar í landi til að rannsaka umdeildan málaliðahóp Rússa. Unnu þeir fyrir samtök sem andstæðingur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, rekur. Málaliða hópnum Wagner PMC hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli.Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Berjast víða um heimFregnir hafa borist af því að Wagner PMC hafi komið að innlimun Rússa á Krímskaga og að þeir sendi jafnvel málaliða til að berjast við hlið aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis berjast málaliðar fyrirtækisins í Sýrlandi og fyrr á árinu voru fjölmargir þeirra felldir í árás á herstöð SDF, bandamanna Bandaríkjanna, þar sem bandarískir hermenn voru staðsettir.Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990.Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Rússneski blaðamaðurinn Maxim Borodin sem var að rannsaka Wagner PMC dó fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni í apríl og lést hann skömmu seinna.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fallBlaðamennirnir þrír sem myrtir voru á mánudaginn unnu, samkvæmt AFP, fyrir Investigations Management Centre. IMC er rannsóknarsamtök sem stofnuð voru af Mikhail Khodorkovsky. Hann var á árum áður auðjöfur í Rússlandi en var dæmdur í fangelsi eftir að hann lenti í deilum við yfirvöld landsins og býr hann nú í Bretlandi. Khodorkovsky er harður gagnrýnandi Pútín og hefur IMC margsinnis gefið út skýrslur þar sem háttsettir embættismenn Rússlands eru sakaðir um umfangsmikla spillingu.Reuters segir bílstjóra blaðamannanna hafa lifað umsátrið af. Blaðamenn ræddu við Henri Depele, bæjarstjóra Sibut, þar sem blaðamennirnir voru myrtir. Hann sagði bílstjórann hafa sagt frá því að skammt frá bænum hefðu vopnaðir menn setið fyrir bíl þeirra og hafið skothríð á hann. Blaðamennirnir hafi dáið samstundis.Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Rússar afhentu stjórnarhernum þar vopn í byrjun árs og munu málaliðar Wagner einnig hafa verið sendir á vettvang á sama tíma. Yfirvöld Rússlands neita þó að málaliðarnir taki við skipunum þeirra. Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þrír rússneskir blaðamenn sem myrtir voru í umsátri í Mið-Afríkulýðveldinu á mánudaginn voru staddir þar í landi til að rannsaka umdeildan málaliðahóp Rússa. Unnu þeir fyrir samtök sem andstæðingur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, rekur. Málaliða hópnum Wagner PMC hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli.Wagner PMC var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Berjast víða um heimFregnir hafa borist af því að Wagner PMC hafi komið að innlimun Rússa á Krímskaga og að þeir sendi jafnvel málaliða til að berjast við hlið aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Sömuleiðis berjast málaliðar fyrirtækisins í Sýrlandi og fyrr á árinu voru fjölmargir þeirra felldir í árás á herstöð SDF, bandamanna Bandaríkjanna, þar sem bandarískir hermenn voru staðsettir.Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einn þeirra sem fjármagnar Wagner PMC. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 1990.Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum.Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Rússneski blaðamaðurinn Maxim Borodin sem var að rannsaka Wagner PMC dó fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni í apríl og lést hann skömmu seinna.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fallBlaðamennirnir þrír sem myrtir voru á mánudaginn unnu, samkvæmt AFP, fyrir Investigations Management Centre. IMC er rannsóknarsamtök sem stofnuð voru af Mikhail Khodorkovsky. Hann var á árum áður auðjöfur í Rússlandi en var dæmdur í fangelsi eftir að hann lenti í deilum við yfirvöld landsins og býr hann nú í Bretlandi. Khodorkovsky er harður gagnrýnandi Pútín og hefur IMC margsinnis gefið út skýrslur þar sem háttsettir embættismenn Rússlands eru sakaðir um umfangsmikla spillingu.Reuters segir bílstjóra blaðamannanna hafa lifað umsátrið af. Blaðamenn ræddu við Henri Depele, bæjarstjóra Sibut, þar sem blaðamennirnir voru myrtir. Hann sagði bílstjórann hafa sagt frá því að skammt frá bænum hefðu vopnaðir menn setið fyrir bíl þeirra og hafið skothríð á hann. Blaðamennirnir hafi dáið samstundis.Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Rússar afhentu stjórnarhernum þar vopn í byrjun árs og munu málaliðar Wagner einnig hafa verið sendir á vettvang á sama tíma. Yfirvöld Rússlands neita þó að málaliðarnir taki við skipunum þeirra.
Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira