Talsmaður þarlendra yfirvalda segir að eldurinn hafi blossað upp við dögun í bænum Chiguayante, suður af borginni Concepción. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.
Sebastián Piñera, forseti Chile, ferðaðist til Chiguayante í dag til að votta fórnarlömbum virðingu sína.
Harmleikurinn hefur orðið til þess að umræðan um stöðu aldraðra í landinu hefur aftur farið af stað, en lífsgæði þeirra eru af mörgum talin hafa minnkað vegna hærra verðlags og lágra lífeyrisgreiðslna.