Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 16:31 Verjendur Manafort við dómshúsið í Alexandríu í Virginíu. Vísir/EPA Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Lögmenn Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, luku máli sínu í dag án þess að kalla til nein vitni. Manafort er ákærður fyrir skattsvik og að hafa svikið út bankalán í málinu sem var höfðað gegn honum í Virginíuríki. Saksóknarar luku máli sínu í gær eftir að hafa kvatt til fjölda vitna á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir. Athygli vakti að verjendur Manafort kusu að kalla ekki til nein vitni. Manafort bar sjálfur ekki vitni. Verjendurnir kröfðust þess hins vegar að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt hans. Slíkar kröfur eru tíðar í dómsmálum en dómarar fallast sjaldnast á þær, að sögn Washington Post. Búist er við því að lokamálflutningsræður saksóknara og verjenda verði fluttar á morgun. Málið verður síðan lagt í kviðdóm, að sögn Politico. Málið gegn Manafort er hluti af rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst árið 2016. Hann steig til hliðar eftir að gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi stjórnarflokki í Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Auk málsins í Virginíu er Manafort einnig ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis í Washington-borg. Búist er við því að það mál verði tekið fyrir í september.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00