Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 18:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira