Sumargleymska Davíð Þorláksson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Tillögur um að lengja skólaárin í grunnskólum og fækka þeim í níu hafa ekki fallið í kramið hjá öllum. Einhver spurði hvort það ætti nú að fara að hafa jóla- og sumarfríin af börnunum. Fríin eru þó lengri hér en í mörgum öðrum þróuðum ríkjum. Enska tímaritið Economist fjallaði fyrr í mánuðinum um rannsóknir sem sýna að löng frí hafa slæm áhrif á námsárangur barna. Börnin gleyma einfaldlega því sem þau lærðu, eða allt að fjórðungi þess sem þau lærðu síðasta vetur. Þetta á sérstaklega við um börn fátækra og innflytjenda sem hafa ekki sömu tækifæri til námslegrar örvunar utan skólans. Sumargleymskan skýrir allt að tvo þriðju af muninum á námsárangri barna af fátækum og efnameiri heimilum. Meðalgrunnskólabarn er um 179 daga í skólanum á ári. Hægt væri að stytta námstímann um eitt ár með því að lengja skólaárið um 17 kennsludaga, eða þrjár og hálfa viku. Skóladagarnir væru þá orðnir 196. Á sama tíma er venjulegur fullorðinn launamaður í fullu starfi um 226 daga á ári í vinnu, eða sex vikum lengur. Lengra skólaár myndi ekki aðeins skila sér í betri námsárangri heldur myndi talsverð hagræðing verða af styttingunni sem mætti endurfjárfesta inni í kerfinu og jafnvel skila þannig enn betri árangri. Þetta myndi einnig draga úr skorti á kennurum. Þörf fyrir kennara myndi minnka um 500. Í dag eru um 700 kennarar 60 ára og eldri. Stytting grunnskólans væri augljóst framfaraskref fyrir bæði skólabörnin og þjóðarbúið og myndi stuðla að auknum jöfnuði.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar