
Sjá einnig: Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju
Þá verður farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum við bílaumboðið á næstu klukkutímum. Ekkert hefur þó enn komið í ljós um mannaferðir á vettvangi í morgun, að sögn Jóns Trausta. Hann segir viðbragðsaðila hafa brugðist fljótt við og náð að takmarka tjónið.
„En það er bara mikil mildi að ekki fór verr, að enginn slasaðist og að slökkviliðið var gríðarlega fljótt á staðinn. Okkar öryggisfyrirtæki var einnig mjög fljótt að átta sig á málinu þannig að sem betur fer var tjónið bara á þessum bílum og engu öðru.“
Bílarnir bæði í eigu umboðsins og viðskiptavina
Jón Trausti segir nýlegar bifreiðar hafa skemmst í brunanum, annars vegar af tegundinni Mercedes Benz og hins vegar Kia.„Það voru þarna líklega fjórir í okkar eigu, sem eru bifreiðar sem við lánum viðskiptavinum. Svo eru þarna líklega fjórir bílar í eigu viðskiptavina sem hafa verið að sækja þjónustu hjá okkur á verkstæðinu. Við erum núna að upplýsa þá eigendur og láta þá vita hver staðan er.“
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um bílbruna við Öskju skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Eldurinn var slökktur um klukkustund síðar.