Með breytingunum varð til nýtt framkvæmdastjórastarf í félaginu sem hafa mun umsjón með botnfisk-, uppsjávar-, markaðs- og mannauðssvið HB Granda. Fækkað verður jafnframt í framkvæmdarstjórn félagsins og verður hún skipuð forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra eftir breytingarnar.
Ægir Páll, sem ráðinn var framkvæmdastjóri sem fyrr segir, er Cand. oecon frá HÍ og segir á vef HB Granda að hann hafi jafnframt „ lokið öllum námskeiðum í mastersnámi í fjármálum frá HÍ. Ægir Páll hefur í nærri tvo áratugi starfað sem stjórnandi eða ráðgjafi sjávarútvegsfyrirtækja en áður var hann lánasérfræðingur og viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka í níu ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann gengt starfi framkvæmdastjóra Brims hf.“
Ægir ætti því að þekkja nýjan yfirmann sinn vel en forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, fór áður með stjórnartaumana í Brim. Brim er enn í eigu Guðmundar en hann sagði sig úr stjórn félagsins í júlí síðastliðnum. Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í vor og í kjölfarið settist Guðmundur í stól forstjóra útgerðarinnar.
Hér að neðan má sjá nýtt skipurit HB Granda.
