Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdastjóri Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2018 14:24 Karen er þekkt fyrir að taka að sér ögrandi verkefni. fréttablaðið/eyþór Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“ Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“
Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50