Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 18:30 Trump varði Kavanaugh og lýsti áhyggjum af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn körlum. Vísir/EPA Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30