„4.900 krónu hamborgarinn“ kostar 3.800 Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 14:27 Meint verðlagning á Gígur Restaurant Burger hefur farið fyrir brjóstið á fólki. GIGUR RESTAURANT Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari. Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari.
Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00