Atlantsolía að kaupa fimm bensínstöðvar af Olís Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. október 2018 06:30 Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Atlantsolía, sem er minnsta olíufélag landsins, vinnur að kaupum á bensínstöðvum af Olís, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fyrirtækið rekur í dag nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði að Olís yrði að selja fimm bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, tvær þjónustustöðvar og þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar, við samrunann við Haga. Þá er einnig gerð krafa um að rekstur og eignir Olís-verslunarinnar í Stykkishólmi sem tengjast dagvörusölu verði seldur. Hagar og Samkeppniseftirlitið undirrituðu sátt þess efnis í september en nú er unnið að því að meta hæfi kaupenda að eignunum. Áætlað er að því hæfismati verði lokið um miðjan næsta mánuð. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, vildi ekki tjá sig um viðskiptin við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Fram kom í Markaðnum í janúar að eigendur Atlantsolíu hafi sett fyrirtækið í formlegt söluferli en hætt var við þau áform fyrr á árinu. Atlantsolía er í eigu Guðmundar Kjærnested og Bandaríkjamannsins Brandons Charles Rose en þeir stofnuðu fyrirtækið sumarið 2002 ásamt Símoni Kjærnested. Hagnaður Atlantsolíu dróst saman um 56 prósent á milli ára og nam 90 milljónum 2017. Tekjurnar drógust saman um tíu prósent á milli ára og námu 4,2 milljörðum króna í fyrra. Arðsemi eiginfjár var 10 prósent á árinu og eigið fé var 931 milljón króna. Eiginfjárhlutfallið var 24 prósent við árslok. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Atlantsolía, sem er minnsta olíufélag landsins, vinnur að kaupum á bensínstöðvum af Olís, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fyrirtækið rekur í dag nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði að Olís yrði að selja fimm bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, tvær þjónustustöðvar og þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar, við samrunann við Haga. Þá er einnig gerð krafa um að rekstur og eignir Olís-verslunarinnar í Stykkishólmi sem tengjast dagvörusölu verði seldur. Hagar og Samkeppniseftirlitið undirrituðu sátt þess efnis í september en nú er unnið að því að meta hæfi kaupenda að eignunum. Áætlað er að því hæfismati verði lokið um miðjan næsta mánuð. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, vildi ekki tjá sig um viðskiptin við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Fram kom í Markaðnum í janúar að eigendur Atlantsolíu hafi sett fyrirtækið í formlegt söluferli en hætt var við þau áform fyrr á árinu. Atlantsolía er í eigu Guðmundar Kjærnested og Bandaríkjamannsins Brandons Charles Rose en þeir stofnuðu fyrirtækið sumarið 2002 ásamt Símoni Kjærnested. Hagnaður Atlantsolíu dróst saman um 56 prósent á milli ára og nam 90 milljónum 2017. Tekjurnar drógust saman um tíu prósent á milli ára og námu 4,2 milljörðum króna í fyrra. Arðsemi eiginfjár var 10 prósent á árinu og eigið fé var 931 milljón króna. Eiginfjárhlutfallið var 24 prósent við árslok.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira