Lík barna í fjöldagröfum á Írlandi verða grafin upp Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 16:49 Sérfræðingar leita að líkum neðanjarðar með radar við heimilið í Tuam. Vísir/EPA Írsk stjórnvöld ætla að láta grafa upp líkamsleifar barna sem voru grafin í ómerktum fjöldagröfum við fyrrum heimili fyrir mæður og börn. Ætlunin er að bera kennsl á börnin og grafa lík þeirra aftur. Írar voru slegnir óhug í fyrra þegar í ljós kom að verulegt magn af líkamsleifum úr börnum hefði fundist grafin við heimili sem kaþólskar nunnur ráku fyrir ógiftar mæður og börn þeirra í Tuam í Galway-sýslu frá 1925 til 1961. Barnadauði var tíður á heimilinu. Líkamsleifarnar fundust í kjölfar þess að áhugamaður um sagnfræði hóf að grennslast fyrir um afdrif hátt í áttahundruð barna sem létust á heimilinu. Hann fann dánarvottorð fyrir 796 börn en engin gögn voru til um að þau hefðu verið grafin.Breska ríkisútvarpið BBC segir að börnin hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Meðferðin á líkum þeirra hefur aftur á móti vakið hneykslun. Írska ríkisstjórnin hóf opnibera rannsókn árið 2015. Hún leiddi í ljós verulegt magn af líkamsleifum í að minnsta kosti sautján neðanjarðarhvelfingum. Rannsóknir benda til þess að meðal barna sem voru grafin þar hafi verið fyrirburar en einnig börn allt að þriggja ára gömul. Heimili sem þetta voru rekin víða um Írland á tíma þegar kynlíf utan hjónabands var forboðið í landinu. Konum sem eignuðust börn utan hjónabands var í mörgum tilfellum útskúfað úr fjölskyldum og komið fyrir á heimilum sem þessum. Írland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Írsk stjórnvöld ætla að láta grafa upp líkamsleifar barna sem voru grafin í ómerktum fjöldagröfum við fyrrum heimili fyrir mæður og börn. Ætlunin er að bera kennsl á börnin og grafa lík þeirra aftur. Írar voru slegnir óhug í fyrra þegar í ljós kom að verulegt magn af líkamsleifum úr börnum hefði fundist grafin við heimili sem kaþólskar nunnur ráku fyrir ógiftar mæður og börn þeirra í Tuam í Galway-sýslu frá 1925 til 1961. Barnadauði var tíður á heimilinu. Líkamsleifarnar fundust í kjölfar þess að áhugamaður um sagnfræði hóf að grennslast fyrir um afdrif hátt í áttahundruð barna sem létust á heimilinu. Hann fann dánarvottorð fyrir 796 börn en engin gögn voru til um að þau hefðu verið grafin.Breska ríkisútvarpið BBC segir að börnin hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Meðferðin á líkum þeirra hefur aftur á móti vakið hneykslun. Írska ríkisstjórnin hóf opnibera rannsókn árið 2015. Hún leiddi í ljós verulegt magn af líkamsleifum í að minnsta kosti sautján neðanjarðarhvelfingum. Rannsóknir benda til þess að meðal barna sem voru grafin þar hafi verið fyrirburar en einnig börn allt að þriggja ára gömul. Heimili sem þetta voru rekin víða um Írland á tíma þegar kynlíf utan hjónabands var forboðið í landinu. Konum sem eignuðust börn utan hjónabands var í mörgum tilfellum útskúfað úr fjölskyldum og komið fyrir á heimilum sem þessum.
Írland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira