Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 11:00 Logi var ekki sáttur með uppáhalds dómarann sinn um helgina S2 Sport Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira