Hamilton varð þriðji í kappakstrinum en annað sætið hefði dugað honum til að tryggja sér titilinn. Hinn ungi Verstappen gerði vel í að halda Bretanum fyrir aftan sig og frestaði þar með fögnuði Hamilton.
Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton, varð í fjórða sæti. 70 stigum munar á köppunum þegar 75 stig eru eftir í pottinum.
Samantekt frá kappakstri gærdagsins má sjá hér að neðan.