Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2018 20:15 Kimi kom fyrstur í mark í kvöld. vísir/getty Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark. Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen. Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn. Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton. Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira