Patrekur: Stefán veit ekkert um þetta og ekki ég heldur Arnar Helgi Magnússon skrifar 4. nóvember 2018 18:21 Patrekur er þjálfari Selfoss. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.” Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.”
Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira