Bókarkynning Óttars í boði Landhelgisgæslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 15:30 Óttar Sveinsson afhendir skipverjanum Guðmundi Arasyni eintök af nýjustu Útkallsbókinni, Þrekvirki í djúpinu, í Hveragerði á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“ Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Höfundur og útgefandi Útkallsbókanna þurfti ekki að greiða fyrir flug með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem farið var í tilefni af 25 ára útgáfuafmæli bókaflokksins. Landhelgisgæslan metur það svo að umrætt flug hafi haft ótvírætt gildi fyrir bæði stofnunina og samfélagið. Fjölmiðlum var boðið að senda fulltrúa um borð í þyrluna sem lenti í Hveragerði á föstudag, þar á meðal fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem þáði þó ekki boðið. Myndir frá viðburðinum voru birtar í helgarblaði Fréttablaðsins, en þar kom einmitt fram að Óttar Sveinsson, höfundur og útgefandi Útkallsbókanna vinsælu, hefði afhent Guðmundi Arasyni, eina eftirlifandi skipverja Egils rauða, eintak af nýjustu bók sinni. Bókin, Þrekvirki í djúpinu, fjallar m.a. um björgun áhafnar Egils rauða, sem strandaði við Grænuhlíð árið 1955.Buðu flugstjórum og fylgdarliði Vísir sendi Landhelgisgæslunni fyrirspurn þar sem spurt var hvort Gæslan þægi greiðslu fyrir kynningarferðir á borð við þá sem farin var á föstudag. Einnig var spurt hvað slíkt flug kosti og hver hefði greitt fyrir flugið í umrætt skipti. Þá var spurt hvort einhverjar reglur gildi um samstarf Gæslunnar og utanaðkomandi aðila í auglýsingaskyni, og þá hvernig slíku samstarfi hafi verið háttað í gegnum tíðina. Í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, við fyrirspurn Vísis segir að ekki hafi verið greitt fyrir umrætt flug heldur hafi Gæslan boðið þremur fyrrverandi flugstjórum sínum og fylgdarliði, þ.e. Óttari og þremur ljósmyndurum, í flugið.Þyrlan lenti í Hveragerði á föstudaginn að lokinni æfingu Landhelgisgæslunnar.Fréttablaðið/ernirAðdragandinn hafi verið sá að Óttar hafi leitað til Landhelgisgæslunnar í tilefni þess að 25 ár séu liðin frá útgáfu fyrstu bókarinnar í Útkallsflokknum, Útkalls Alfa TF-SIF. Sú hugmynd hafi kviknað hjá Óttari hvort hægt væri að heiðra nokkra fyrrverandi starfsmenn Gæslunnar sem voru til umfjöllunar í þessari fyrstu bók með einhverjum hætti. „Landhelgisgæslan tók vel í hugmyndina enda skipa björgunarafrek þessara manna stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar,“ segir í svarinu.Ótvírætt gildi fyrir Gæsluna og samfélagið Í framhaldi af æfingu þyrlusveitarinnar og Slysavarnarskóla sjómanna síðastliðinn föstudag hafi Landhelgisgæslan því boðið flugstjórum og fylgdarliði í flug til Hveragerðis, þar sem áðurnefndur skipverji var heimsóttur og honum afhent eintak af nýjustu Útkallsbókinni. „Þegar hugmyndir á borð við þessa berast Landhelgisgæslunni eru þær metnar hverjar fyrir sig með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir Landhelgisgæsluna og samfélagið. Í þessu tilviki var það talið ótvírætt,“ segir jafnframt í svari Landhelgisgæslunnar. „Það skiptir miklu máli að halda afrekum þessara manna á lofti enda verður þeim seint nægjanlega þakkað fyrir sín störf í þágu lands og þjóðar.“
Bókmenntir Hveragerði Tengdar fréttir Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00 Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Söluhæstu bækur ársins 2017. 5. janúar 2018 06:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Afhenti viðfangsefninu nýju bókina Óttar Sveinsson Útkallsmaður brá sér í þyrluflug í gær með þremur fyrrverandi þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar 10. nóvember 2018 08:00
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06