Brotið kom í fyrri hálfleik leiksins á Stamford Bridge í gær. Gylfi Þór var á hlaupum upp kantinn og Jorginho reyndi að halda aftur af honum en gekk það illa.
Þá ákvað Chelsea-maðurinn að bregða á það ráð að tækla íslenska landsliðsmanninn niður á harkalegan máta og er það mat margra að hann hefði mátt sjá rautt spjald fyrir.
Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en ljóst að Gylfi missir af landsliðsverkefninu sem hefst í dag, landsliðið kemur saman á fyrstu æfingu í Belgíu seinni partinn.
Brotið má sjá hér að neðan.