Ungmenni vilja meira umferðaröryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 19:00 Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður. Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður.
Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira