Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræddi meðal annars um friðlýsingar á Umhverfisþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg. Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
„Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira