Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Teitur Magnússon hefur haldið uppi merki menningarinnar í þrjú ár. fréttablaðið/ernir Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira
Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Sjá meira