Drifinn áfram á kraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Kvennakór Reykjavíkur er alltaf að finna upp á einhverju nýju, að sögn formannsins. Myndir/Gunnar Jónatansson Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira