Trump náðaði kalkúninn Peas Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 10:03 Forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump með kalkúninum Peas á lóð Hvíta hússins. GettyManuel Balce Ceneta Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi. Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Venju samkvæmt náðaði Bandaríkjaforseti kalkún á lóð Hvíta hússins í tilefni Þakkagjörðarhátíðarinnar í gær. „Þessi kalkúnn er einstaklega heppinn. Ég hef ekki séð fallegri kalkún,“ sagði forsetinn Donald Trump í gær. Sneri hann sér svo að kalkúninum Peas, klappaði honum varfærnislega og sagðist náða hann. Er því ljóst að Peas verður ekki slátrað líkt og svo mörgum öðrum kalkúnum, en fuglinn er sérstaklega algengur á borðum Bandaríkjamanna þegar þeir halda upp á Þakkagjörðarhátíðina.Rakin til Iran-Contra málsins Bandaríkjaforsetar hafa fengið kalkúna að gjöf í tengslum við Þakkagörðarhátíðina allt frá árinu 1947, þegar Harry S Truman þáði kalkún til að snæða. Þá hefð að náða kalkún má rekja aftur til forsetatíðar Ronald Reagan á níunda áratugnum. Reagan stóð árið 1987 í ströngu vegna Iran-Contra málsins þar sem í ljós hafði komið að háttsettir embættismenn hefðu liðkað fyrir vopnasölu til Írans. Á sama tíma sættu Íranir vopnasölubanni. Í kringum Þakkagjörðarhátíðina fékk forsetinn svo kalkúninn Charlie að gjöf. Í miðri kalkúnaathöfninni fékk forsetinn spurningu frá fréttamanni hvort hann hygðist náða þá sem hefðu gerst brotlegir í Iran-Contra málinu. „Ef þeir hefðu gefið mér annan valkost varðandi Charlie og framtíð hans, hefði ég náðað hann,“ sagði forsetinn þá. Arftaki Reagan í embætti, George H W Bush, var svo fyrstur til að náða kalkún og hafa eftirmenn hans - þeir Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama - viðhaldið þeirri hefð. Barack Obama, sem gegndi forsetaembætti á árunum 2009 til 2017, nýtti kalkúnaathöfnina jafnan til að segja nokkra vel valda aulabrandara, eða „pabbabrandara“, en í myndbandi Telegraph að neðan má sjá brot af bestu bröndurum forsetans fyrrverandi.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Íran Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira