Þekktasti mannréttindasinni Rússlands látinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:39 Alexeyeva á fundi með Pútín árið 2009. Pútín skipaði hana meðal annars í ráðgjafaráð ríkisstjórnar sinnar. Vísir/EPA Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA Andlát Rússland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ljúdmíla Alexeyeva, rússneska andófskonan og mannréttindasinninn, er látin, 91 árs að aldri. Hún andæfði stjórnvöldum í Sovétríkjunum sálugu og í Rússlandi samtímans og stofnaði meðal annars elstu mannréttindasamtök Rússlands. Alexeyeva fæddist á Krímskaga árið 1927 í valdatíð einræðisherrans Jósefs Stalíns. Hún hætti lífi sínu til að mótmæla aðstæðum pólitískra fanga í Sovétríkjunum og krefjast aukinna mannréttinda á 7. og 8. áratugnum. Þá stofnaði hún Moskvu Helsinski-hópinn, elstu mannréttindasamtök Rússlands árið 1976. Vegna baráttu sinnar flúði Alexeyeva morðhótanir í heimalandinu ári síðar. Hún sneri hins vegar aftur eftir fall Sovétríkjanna árið 1993 og hélt baráttu sinni fyrir mannréttindum og lýðræði ótrauð áfram. Samtökin sem hún stofnaði voru hins vegar smám saman nær knésett af Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Eftir að lög voru sett sem neyddu félagsamtök sem þáðu framlög frá erlendum aðilum að skrá sig sem „útsendara erlendra ríkja“ dró mjög úr framlögin til Moskvu Helsinki-hópsins. Árið 2014 greindi Alexeyeva frá því að flestum starfsmönnum hans hefði verið sagt upp. Rússneskir embættismenn sökuðu samtök eins og hennar um að njósna um Rússlands fyrir vestræn ríki. Í kjölfarið fékk Alexeyeva aftur morðhótanir, nú frá þjóðernissinnum, að því er segir í andlátsfrétt AP-fréttastofunnar. Alexeyeva var harður gagnrýnandi stríðs Pútín í Tjéténíu árið 1999 og tilraunum hans til þess að veikja lýðræðislegar stofnanir, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir þingkosningar árið 2003 sem nær þurrkuðu út stjórnarandstöðuna í landinu lét Alexeyeva Pútín heyra það. „Við höfum ekki kosningar lengur vegna þess að stjórnendurnir ákveða úrslitin en ekki þjóðin,“ sagðist hún hafa sagt við Pútín.Á mótmælum til varnar réttsins til mótmæla í Moskvu árið 2011.Vísir/EPA
Andlát Rússland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira