Meng var handtekinn er hún var á leið í tengiflug aðbeiðni bandarískra yfirvalda. Kínversk yfirvöld eru mjög ósátt við handtökuna og segja yfirvöld í Kanada hafa brotið á mannréttindum hennar.
Ekki er mikið vitað um ástæðu handtökunnar en talið er líklegt að hún tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum brotum á viðskiptabanni við Íran.
Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn á laugardaginn var ekki greint frá handtökunni fyrr en í gær er hún mætti í dómsal.
Trudeau segir að ríkisstjórn hans hafi vitað að til stæði að handtaka Meng en að ríkisstjórn hafi ekki fyrirskipað hana eða skipt sér af henni á neinn hátt.

Mun eflaust torvelda flóknar viðræður
Kínversk yfirvöld hafa krafist skýringa á handtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanda og kallað eftir því að Meng verði sleppt úr haldi. Þá segist Huawei ekki hafa vitneskju um annað en að fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt lögum og reglugerðum við starfsemi sína.Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum.
Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.