Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 20:07 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV. Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24