Refsing fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákveðin í dag Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 10:41 Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra. Vísir/AFP Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08