Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 08:21 Butina (fremst) stundaði nám í Bandaríkjunum og reyndi á sama tíma að vinna sér traust leiðtoga íhaldsmanna. Vísir/EPA Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00