Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 14:16 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24