Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. „Þetta er falleg saga af alvöru frumkvöðlafyrirtæki sem gekk í gegnum súrt og sætt, upp og niður, en allt endaði á besta veg,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins um viðskipti ársins að mati dómnefndar blaðsins, sölu íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP til suðurkóreska leikjarisans Pearl Abyss. Söluverð félagsins, sem var stofnað árið 1997 og er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online, getur numið allt að 425 milljónum dala eða sem jafngildir um 50,6 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Salan er þannig stærsta sala á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi en verðmiðinn er um 10 milljónum dala hærri en verðmiði Decode þegar fyrirtækið var selt til bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen árið 2012. Þess ber þó að geta að hluti söluverðs CCP er árangurstengdur til tveggja ára. „Það er ekki auðvelt að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi frá grunni og koma því í sölu erlendis,“ nefnir einn álitsgjafi Markaðarins. „En það tókst, þótt útlitið hafi verið tvísýnt á tímabili. Ávöxtun eigenda er góð og félagið virðist eiga að starfa nokkuð sjálfstætt innan Pearl Abyss, þar með talið með starfsstöð hér á landi,“ bætir hann við. Pearl Abyss, sem var stofnað árið 2010 og er skráð í kauphöllina í Suður-Kóreu, er verðmetið á jafnvirði um 320 milljarða króna. Suðurkóreska félagið framleiðir meðal annars fjölspilunarleikinn vinsæla Black Desert Online. Annar álitsgjafi segir söluna frábæran endahnút á skemmtilegri vegferð tæknifyrirtækis. Hún blási mörgum kjark í brjóst. „Salan er engin tilviljun,“ segir hann. Mikil elja eigenda, stjórnenda og starfsmanna um árabil sé að skila sér í svona glæsilegum árangri. „Svona hlutir gerast ekki af sjálfu sér og það má ekki vanmeta þá miklu vinnu sem fer í að rækta tengsl og búa til áhuga fjárfesta á fyrirtækinu. Það var ekki selt í netverslun,“ bætir álitsgjafinn við.Björgólfur Thor Björgólfsson.Enn einn álitsgjafinn segir söluna fela í sér mikla viðurkenningu á því starfi sem hafi verið unnið innan CCP síðastliðna tvo áratugi. „Fleiri jákvæðar fréttir bárust af sölu á eignarhlutum í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum á árinu en salan á CCP stendur upp úr hvað varðar stærð viðskipta,“ nefnir hann. Hilmari Veigari Péturssyni, sem hefur starfað hjá CCP í átján ár og stýrt félaginu í fjórtán ár, er hrósað sérstaklega fyrir að hafa leitt uppbyggingu tölvuleikjaframleiðandans, endurreist fyrirtækið og látið það í hendur Pearl Abyss fyrir mikla fjármuni. Hilmar Veigar átti um 6,5 prósenta hlut í CCP en aðrir hluthafar voru til að mynda fjárfestingafélagið Novator Partners, sem er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengd félög með ríflega 43 prósenta hlut, bandaríski framtakssjóðurinn New Enterprise Associates með 23 prósenta hlut og bandaríski fjárfestingasjóðurinn General Catalyst Partners með rúman 21 prósents hlut. Aðrir minni hluthafar áttu samanlagt 5,7 prósent. Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005 og ári síðar lagði General Catalyst Partners tölvuleikjaframleiðandanum til fé. New Enterprise Associates fór í hluthafahópinn fyrir þremur árum þegar framtakssjóðurinn, sem er einn stærsti sinnar tegundar í heiminum, fjárfesti í félaginu fyrir um fjóra milljarða króna. Umræddir fjárfestar högnuðust ríkulega á fjárfestingu sinni.Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Icelandic Seafood.Salan á Solo Seafood, eiganda spænska sölufyrirtækisins Icelandic Iberica, til íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seafood International, sem gekk endanlega í gegn í september, hafnaði í öðru sæti í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptum ársins. „Ávöxtunin er svakaleg á átján mánuðum,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins og vísar til þess að seljendurnir hafi selt fyrirtækið á fjórfalt hærra verði en þeir greiddu fyrir það í lok árs 2016. Að teknu tilliti til þess að ríflega 40 prósent af kaupverðinu var fjármagnað með lánsfé sjöfölduðu fyrrum eigendur Icelandic Iberica fjárfestingu sína. Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica, og sjávarútvegsfyrirtækin Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK Seafood seldu Icelandic Iberica til Iceland Seafood en greitt var með 1.025 milljón nýjum hlutum í síðastnefnda félaginu, að virði 8,1 milljarðs króna, og peningagreiðslu upp á 64 milljónir króna. Seljendurnir eignuðust þannig samanlagt 44 prósenta hlut í Iceland Seafood en í kjölfar kaupanna var Bjarni kjörinn stjórnarformaður sjávarútvegsfélagsins. Til samanburðar keypti umræddur fjárfestahópur Icelandic Iberica af Icelandic Group í desember árið 2016 fyrir ríflega 1,8 milljarða króna en síðarnefnda félagið var þá í eigu Framtakssjóðs Íslands. Kaupendurnir lögðu á þeim tíma sjálfir til tæplega 1,1 milljarð króna til kaupanna en það sem eftir stóð, um 700 milljónir króna, var fjármagnað með lánsfé. Er álitsgjöfum Markaðarins tíðrætt um þá góðu ávöxtun sem fjárfestingin skilaði á einungis einu og hálfu ári. „Fjárfestahópnum tókst að kaupa félagið á góðu verði og margfalda virði fjárfestingarinnar þegar það var selt inn í Iceland Seafood. Þeir eru komnir með markaðsskráð bréf auk þess sem hópurinn er orðinn leiðandi í félaginu eftir sölu,“ nefnir einn álitsgjafi. Annar segir bæði kaupanda og seljendur hafa notið góðs af viðskiptunum. „Seljendur innleystu góðan hagnað við söluna. Þá hefur gengi Iceland Seafood hækkað um nærri 30 prósent frá því að tilkynnt var um kaupin,“ tekur hann fram Markaðsvirði Iceland Seafood er ríflega 20 milljarðar króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa þess og bendir einn úr dómnefnd Markaðarins á að félagið sé orðið stærra en mörg félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar. „Þetta hefur gengið svakalega vel eftir yfirtökuna,“ nefnir hann. „Djörfustu viðskiptin.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.Þriðja sætið í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptum ársins hlutu kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á liðlega þriðjungshlut í HB Granda í aprílmánuði. Seljendur voru félögin Vogun og Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem fóru með sölunni út úr hluthafahópnum, og var verð hlutarins um 21,7 milljarðar króna. „Þetta eru djörfustu viðskipti ársins,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. Í kjölfar kaupanna gerði Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, öðrum hluthöfum í HB Granda yfirtökutilboð. Svo fór að fæstir hluthafanna ákváðu að taka tilboðinu eða aðeins eigendur að samanlagt um 3 prósenta hlut og fór eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í félaginu því upp í 37 prósent. „Guðmundur náði að halda flestum stóru fjárfestunum inni, þar á meðal lífeyrissjóðunum, þrátt fyrir að vera umdeildur,“ nefnir einn af álitsgjöfunum. „Kannski segir það að peningar eru oftast blindir á persónur ef þeir sýna árangur. Að minnsta kosti þegar menn hætta sínum eigin peningum,“ bætir sá hinn sami við. Vogun er í eigu Hvals en stærsti hluthafi þess félags er Fiskveiðahlutafélagið Venus með um 43 prósenta hlut. Það félag er síðan aftur að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu. „Það hlýtur að teljast afrek að hafa sannfært Kristján Loftsson um að selja sér,“ segir einn úr dómnefndinni. Annar bendir á að um hafi verið að ræða risaviðskipti sem hafi í kjölfarið hleypt af stað keðju af öðrum áhugaverðum breytingum á eignarhaldi í sjávarútvegi. „Til að mynda losaðist um flækjuna í Vestmannaeyjum við söluna á hlut Brims í Vinnslustöðinni til Kaupfélags Skagfirðinga,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins en Guðmundur, sem minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni, hafði um árabil staðið í hörðum deilum við meirihlutaeigendurna undir forystu Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra. Annar álitsgjafi nefnir að viðskiptin hafi ekki verið síður góð frá sjónarhóli seljenda. „Kristján seldi bréfin á fimmtán prósentum yfir markaðsverði og í einum rykk. Það er ekki ónýtt að „cash-a“ út með þeim hætti.“Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Önnur viðskipti sem voru nefnd sem þau bestu Margir álitsgjafar nefndu kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management sem viðskipti ársins. „Kaupin voru gerð á hárréttum tíma,“ segir einn úr dómnefndinni. „Þar kom berlega í ljós munurinn á Kviku og stóru bönkunum þremur. Þeir eru svifaseinir, seinheppnir og með ranga nálgun við markaðinn,“ segir hann. „Verðið sem Kvika greiðir fyrir GAMMA er lágt,“ nefnir einn álitsgjafi. „Það er mikill mannauður í GAMMA, ekki síst í Agnari Tómasi Möller sjálfum en fáir á landinu hafa betri yfirsýn og þekkingu á skuldabréfamarkaðinum. Það var nauðsynlegt fyrir GAMMA að fá þessa „hreinsun“ eftir allt vesenið í kringum annan stofnandann.“ Salan á The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem selur skyr undir vörumerkinu Siggi’s skyr, til franska mjólkurrisans Lactalis var nokkrum álitsgjöfum Markaðarins hugleikin. Félagið var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006. „Þetta er mögnuð þrautseigjusaga einstaks frumkvöðuls. Hann er næstfarsælasti jógúrtfrumkvöðull heims á eftir Hamdi Ulukaya, stofnanda Chobani,“ nefnir einn álitsgjafi. Salan á hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun, sem var stofnað árið 2012, til bandarísku bókunarsíðunnar TripAdvisor, var í sumum tilvikum nefnd í sömu andrá og salan á Siggi’s skyr. „Í báðum tilfellum stofna ungir frumkvöðlar fyrirtæki og með dugnaði, eljusemi og mörgum réttum ákvörðunum – og nokkrum röngum – tekst þeim að búa til alþjóðleg fyrirtæki sem freista stóru fyrirtækjarisanna,“ nefnir einn álitsgjafi. „Það eru fáir sem gera sér grein fyrir því hversu erfitt þetta er og hve mörgum öðrum hefur mistekist það sem þessum ungu frumkvöðlum tókst,“ bætir hann við. Nokkrir nefndu kaup N1 á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem bestu heppnuðu viðskipti ársins. „Mikil samlegðaráhrif munu hljótast af sameiningunni og til verður öflugt og arðsamt fyrirtæki,“ segir einn. Þá hlaut hlutafjárútboð og skráning Arion banka í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð nokkur atkvæði. „Frábær framkvæmd á tæknilega flókinni, tvöfaldri skráningu og risastóru útboði. Umframáskrift bæði hér á landi og erlendis var margföld,“ nefnir einn álitsgjafi. „Þrátt fyrir að gengi bankans hafi ekki verið merkilegt frá skráningu er það afrek að koma hlutabréfum hans á markað og þá er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfið að fjármálafyrirtæki landsins séu á markaði,“ tók annar fram. Önnur viðskipti sem voru nefnd voru meðal annars fyrirhuguð fjárfesting Indigo Partners í WOW air, sala Stoða og íslenskra fjárfesta á hlut sínum í drykkjarframleiðandanum Refresco og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip.Markaðurinn er hluti af Fréttablaðinu sem tengist Vísi ekki að öðru leyti en því að samkvæmt samningi Sýnar við Torg, sem rekur Fréttablaðið, birtist efni úr Fréttablaðinu á Vísi til 30. nóvember 2019.Söluverð félagsins, sem var stofnað árið 1997 og er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online, getur numið allt að 425 milljónum dala.Fréttablaðið/Eyþór Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. „Þetta er falleg saga af alvöru frumkvöðlafyrirtæki sem gekk í gegnum súrt og sætt, upp og niður, en allt endaði á besta veg,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins um viðskipti ársins að mati dómnefndar blaðsins, sölu íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP til suðurkóreska leikjarisans Pearl Abyss. Söluverð félagsins, sem var stofnað árið 1997 og er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online, getur numið allt að 425 milljónum dala eða sem jafngildir um 50,6 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Salan er þannig stærsta sala á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi en verðmiðinn er um 10 milljónum dala hærri en verðmiði Decode þegar fyrirtækið var selt til bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen árið 2012. Þess ber þó að geta að hluti söluverðs CCP er árangurstengdur til tveggja ára. „Það er ekki auðvelt að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi frá grunni og koma því í sölu erlendis,“ nefnir einn álitsgjafi Markaðarins. „En það tókst, þótt útlitið hafi verið tvísýnt á tímabili. Ávöxtun eigenda er góð og félagið virðist eiga að starfa nokkuð sjálfstætt innan Pearl Abyss, þar með talið með starfsstöð hér á landi,“ bætir hann við. Pearl Abyss, sem var stofnað árið 2010 og er skráð í kauphöllina í Suður-Kóreu, er verðmetið á jafnvirði um 320 milljarða króna. Suðurkóreska félagið framleiðir meðal annars fjölspilunarleikinn vinsæla Black Desert Online. Annar álitsgjafi segir söluna frábæran endahnút á skemmtilegri vegferð tæknifyrirtækis. Hún blási mörgum kjark í brjóst. „Salan er engin tilviljun,“ segir hann. Mikil elja eigenda, stjórnenda og starfsmanna um árabil sé að skila sér í svona glæsilegum árangri. „Svona hlutir gerast ekki af sjálfu sér og það má ekki vanmeta þá miklu vinnu sem fer í að rækta tengsl og búa til áhuga fjárfesta á fyrirtækinu. Það var ekki selt í netverslun,“ bætir álitsgjafinn við.Björgólfur Thor Björgólfsson.Enn einn álitsgjafinn segir söluna fela í sér mikla viðurkenningu á því starfi sem hafi verið unnið innan CCP síðastliðna tvo áratugi. „Fleiri jákvæðar fréttir bárust af sölu á eignarhlutum í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum á árinu en salan á CCP stendur upp úr hvað varðar stærð viðskipta,“ nefnir hann. Hilmari Veigari Péturssyni, sem hefur starfað hjá CCP í átján ár og stýrt félaginu í fjórtán ár, er hrósað sérstaklega fyrir að hafa leitt uppbyggingu tölvuleikjaframleiðandans, endurreist fyrirtækið og látið það í hendur Pearl Abyss fyrir mikla fjármuni. Hilmar Veigar átti um 6,5 prósenta hlut í CCP en aðrir hluthafar voru til að mynda fjárfestingafélagið Novator Partners, sem er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengd félög með ríflega 43 prósenta hlut, bandaríski framtakssjóðurinn New Enterprise Associates með 23 prósenta hlut og bandaríski fjárfestingasjóðurinn General Catalyst Partners með rúman 21 prósents hlut. Aðrir minni hluthafar áttu samanlagt 5,7 prósent. Novator varð stærsti hluthafi CCP árið 2005 og ári síðar lagði General Catalyst Partners tölvuleikjaframleiðandanum til fé. New Enterprise Associates fór í hluthafahópinn fyrir þremur árum þegar framtakssjóðurinn, sem er einn stærsti sinnar tegundar í heiminum, fjárfesti í félaginu fyrir um fjóra milljarða króna. Umræddir fjárfestar högnuðust ríkulega á fjárfestingu sinni.Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Icelandic Seafood.Salan á Solo Seafood, eiganda spænska sölufyrirtækisins Icelandic Iberica, til íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seafood International, sem gekk endanlega í gegn í september, hafnaði í öðru sæti í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptum ársins. „Ávöxtunin er svakaleg á átján mánuðum,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins og vísar til þess að seljendurnir hafi selt fyrirtækið á fjórfalt hærra verði en þeir greiddu fyrir það í lok árs 2016. Að teknu tilliti til þess að ríflega 40 prósent af kaupverðinu var fjármagnað með lánsfé sjöfölduðu fyrrum eigendur Icelandic Iberica fjárfestingu sína. Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica, og sjávarútvegsfyrirtækin Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK Seafood seldu Icelandic Iberica til Iceland Seafood en greitt var með 1.025 milljón nýjum hlutum í síðastnefnda félaginu, að virði 8,1 milljarðs króna, og peningagreiðslu upp á 64 milljónir króna. Seljendurnir eignuðust þannig samanlagt 44 prósenta hlut í Iceland Seafood en í kjölfar kaupanna var Bjarni kjörinn stjórnarformaður sjávarútvegsfélagsins. Til samanburðar keypti umræddur fjárfestahópur Icelandic Iberica af Icelandic Group í desember árið 2016 fyrir ríflega 1,8 milljarða króna en síðarnefnda félagið var þá í eigu Framtakssjóðs Íslands. Kaupendurnir lögðu á þeim tíma sjálfir til tæplega 1,1 milljarð króna til kaupanna en það sem eftir stóð, um 700 milljónir króna, var fjármagnað með lánsfé. Er álitsgjöfum Markaðarins tíðrætt um þá góðu ávöxtun sem fjárfestingin skilaði á einungis einu og hálfu ári. „Fjárfestahópnum tókst að kaupa félagið á góðu verði og margfalda virði fjárfestingarinnar þegar það var selt inn í Iceland Seafood. Þeir eru komnir með markaðsskráð bréf auk þess sem hópurinn er orðinn leiðandi í félaginu eftir sölu,“ nefnir einn álitsgjafi. Annar segir bæði kaupanda og seljendur hafa notið góðs af viðskiptunum. „Seljendur innleystu góðan hagnað við söluna. Þá hefur gengi Iceland Seafood hækkað um nærri 30 prósent frá því að tilkynnt var um kaupin,“ tekur hann fram Markaðsvirði Iceland Seafood er ríflega 20 milljarðar króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa þess og bendir einn úr dómnefnd Markaðarins á að félagið sé orðið stærra en mörg félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar. „Þetta hefur gengið svakalega vel eftir yfirtökuna,“ nefnir hann. „Djörfustu viðskiptin.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.Þriðja sætið í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptum ársins hlutu kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á liðlega þriðjungshlut í HB Granda í aprílmánuði. Seljendur voru félögin Vogun og Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem fóru með sölunni út úr hluthafahópnum, og var verð hlutarins um 21,7 milljarðar króna. „Þetta eru djörfustu viðskipti ársins,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. Í kjölfar kaupanna gerði Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að mestu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, öðrum hluthöfum í HB Granda yfirtökutilboð. Svo fór að fæstir hluthafanna ákváðu að taka tilboðinu eða aðeins eigendur að samanlagt um 3 prósenta hlut og fór eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í félaginu því upp í 37 prósent. „Guðmundur náði að halda flestum stóru fjárfestunum inni, þar á meðal lífeyrissjóðunum, þrátt fyrir að vera umdeildur,“ nefnir einn af álitsgjöfunum. „Kannski segir það að peningar eru oftast blindir á persónur ef þeir sýna árangur. Að minnsta kosti þegar menn hætta sínum eigin peningum,“ bætir sá hinn sami við. Vogun er í eigu Hvals en stærsti hluthafi þess félags er Fiskveiðahlutafélagið Venus með um 43 prósenta hlut. Það félag er síðan aftur að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu. „Það hlýtur að teljast afrek að hafa sannfært Kristján Loftsson um að selja sér,“ segir einn úr dómnefndinni. Annar bendir á að um hafi verið að ræða risaviðskipti sem hafi í kjölfarið hleypt af stað keðju af öðrum áhugaverðum breytingum á eignarhaldi í sjávarútvegi. „Til að mynda losaðist um flækjuna í Vestmannaeyjum við söluna á hlut Brims í Vinnslustöðinni til Kaupfélags Skagfirðinga,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins en Guðmundur, sem minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni, hafði um árabil staðið í hörðum deilum við meirihlutaeigendurna undir forystu Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra. Annar álitsgjafi nefnir að viðskiptin hafi ekki verið síður góð frá sjónarhóli seljenda. „Kristján seldi bréfin á fimmtán prósentum yfir markaðsverði og í einum rykk. Það er ekki ónýtt að „cash-a“ út með þeim hætti.“Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Önnur viðskipti sem voru nefnd sem þau bestu Margir álitsgjafar nefndu kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management sem viðskipti ársins. „Kaupin voru gerð á hárréttum tíma,“ segir einn úr dómnefndinni. „Þar kom berlega í ljós munurinn á Kviku og stóru bönkunum þremur. Þeir eru svifaseinir, seinheppnir og með ranga nálgun við markaðinn,“ segir hann. „Verðið sem Kvika greiðir fyrir GAMMA er lágt,“ nefnir einn álitsgjafi. „Það er mikill mannauður í GAMMA, ekki síst í Agnari Tómasi Möller sjálfum en fáir á landinu hafa betri yfirsýn og þekkingu á skuldabréfamarkaðinum. Það var nauðsynlegt fyrir GAMMA að fá þessa „hreinsun“ eftir allt vesenið í kringum annan stofnandann.“ Salan á The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem selur skyr undir vörumerkinu Siggi’s skyr, til franska mjólkurrisans Lactalis var nokkrum álitsgjöfum Markaðarins hugleikin. Félagið var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006. „Þetta er mögnuð þrautseigjusaga einstaks frumkvöðuls. Hann er næstfarsælasti jógúrtfrumkvöðull heims á eftir Hamdi Ulukaya, stofnanda Chobani,“ nefnir einn álitsgjafi. Salan á hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun, sem var stofnað árið 2012, til bandarísku bókunarsíðunnar TripAdvisor, var í sumum tilvikum nefnd í sömu andrá og salan á Siggi’s skyr. „Í báðum tilfellum stofna ungir frumkvöðlar fyrirtæki og með dugnaði, eljusemi og mörgum réttum ákvörðunum – og nokkrum röngum – tekst þeim að búa til alþjóðleg fyrirtæki sem freista stóru fyrirtækjarisanna,“ nefnir einn álitsgjafi. „Það eru fáir sem gera sér grein fyrir því hversu erfitt þetta er og hve mörgum öðrum hefur mistekist það sem þessum ungu frumkvöðlum tókst,“ bætir hann við. Nokkrir nefndu kaup N1 á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem bestu heppnuðu viðskipti ársins. „Mikil samlegðaráhrif munu hljótast af sameiningunni og til verður öflugt og arðsamt fyrirtæki,“ segir einn. Þá hlaut hlutafjárútboð og skráning Arion banka í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð nokkur atkvæði. „Frábær framkvæmd á tæknilega flókinni, tvöfaldri skráningu og risastóru útboði. Umframáskrift bæði hér á landi og erlendis var margföld,“ nefnir einn álitsgjafi. „Þrátt fyrir að gengi bankans hafi ekki verið merkilegt frá skráningu er það afrek að koma hlutabréfum hans á markað og þá er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfið að fjármálafyrirtæki landsins séu á markaði,“ tók annar fram. Önnur viðskipti sem voru nefnd voru meðal annars fyrirhuguð fjárfesting Indigo Partners í WOW air, sala Stoða og íslenskra fjárfesta á hlut sínum í drykkjarframleiðandanum Refresco og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip.Markaðurinn er hluti af Fréttablaðinu sem tengist Vísi ekki að öðru leyti en því að samkvæmt samningi Sýnar við Torg, sem rekur Fréttablaðið, birtist efni úr Fréttablaðinu á Vísi til 30. nóvember 2019.Söluverð félagsins, sem var stofnað árið 1997 og er hvað þekktast fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online, getur numið allt að 425 milljónum dala.Fréttablaðið/Eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira