Hér má sjá yfirlit yfir allt það sem Google kynnti í gær.
Eftir kynningu Google er ljóst að fyrirtækið ætlar í samkeppni við Alexu, talgervil Amazon. Fyrirtækið tilkynnti á dögunum að áætlað er að Google Assistant verði í milljarði tækja við lok þessa mánaðar.
Meðal þess sem Google ætlar að gera er að opna GA fyrir framleiðendum annarra vara og appa til að auka notagildi GA. Google ætlar einnig að gera GA kleift að túlka samtök tveggja aðila, sem tala ekki sama tungumálið. GA mun geta hlustað á samtöl og þýtt þau yfir á önnur tungumál í rauntíma. Í fyrstu mun GA geta túlkað 27 tungumál en þeim mun án efa fjölga þegar á líður.
Hér að neðan má sjá blaðamann The Verge prófa túlkun Google Assistant á hóteli sínu.