Stöðum Dunkin' Donuts á Íslandi hefur öllum verið lokað Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 13:11 Fyrsti staður Dunkin' Donuts opnaði í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019 Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019
Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45
Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20