„Alrangt“ að Lindex hafi sérstaklega hækkað verð fyrir útsölur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 21:41 Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Mynd/Lindex Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert. Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert.
Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19
Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43