Fór með hundana og fann flöskuskeytið í Fuglanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 11:23 Hundarnir tveir og flöskuskeytið. Arnt Eirik Hansen Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF). Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF).
Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32