Gunnar greindi frá því eftir bardagann að hann hefði verið að glíma við meiðsli í hné í aðdraganda bardagans. Skoðanir hafa nú leitt í ljós að hann er ekki alvarlega meiddur.
„Það kom bara vel. Þetta var eins og við héldum eða tognun. Það er ekkert hægt að gera við því. Það trosnaði eitthvað af liðbandinu. Þetta er allt að koma og ég er töluvert betri í dag en ég var í Toronto,“ segir Gunnar í snjókomunni í dag.
Okkar maður hefur litlar áhyggjur af því að hnéð verði honum til trafala í undirbúningnum fyrir Edwards.
Nánar verður rætt við Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.