Ólafur sagði á blaðamannafundi í dag að hann væri klár í slaginn fyrir morgundaginn þegar að okkar menn mæta Japan. Hann sagði að hann hefði getað spilað restina á móti Barein en það þurfti ekki að taka neinar áhættur þar sem okkar menn rústuðu leiknum.
Skondið atvik kom upp rétt áður en leikurinn byrjaði þegar að Ólafur kallaði á Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúa HSÍ, sem hljóp inn í búningsklefa eftir samtalið við Hafnfirðinginn.
Hvað gerðist þar? Jú, Ólafur vaknaði upp við þann vonda draum að vera ekki í keppnistreyjunni og aðeins tvær mínútur í leik.
„Ég er vanur að vera allan tímann í treyjunni [en var það ekki í gær]. Ég hita aldrei upp í innanundir bol. Bolurinn og treyjan voru í sama lit í gær,“ sagði Ólafur á fundinum í dag.
„Ég vanur líka að kíkja hvort ég sé ekki örugglega í réttu því ég hef lent í þessu áður og í gær þá fór ég í upphitunartreyjuna og skipti ekki áður en við fórum inn á. Ég bað hann því um að skottast og ná í treyjuna mína,“ sagði Ólafur Gústafsson.