Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein.
Brafman hefur varið Weinstein frá því að lögregla í New York hóf ransókn á meintum glæpum Weinstein í nóvember 2017 en kvikmyndaframleiðandinn hefur verið sakaðir um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi. Brafman hefur ítrekað reynt að fá málinu vísað frá dómstóli í New York, án árangurs.
Weinstein gæti staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um ákæruliðina fimm í málinu sem Brafman hefur varið hann í. Brafman er reyndur verjandi og varði meðal annars Dominique Strauss-Kahn, þáverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi.
Meira en 75 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi, ásakanir sem ná áratugi aftur í tímann. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér. Ásakanirnar voru miðpunktur í Metoo-byltingunni á síðasta ári.