Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 11:12 Fýlar fá að súpa seyðið af umhverfisspjöllum manna. Vísir Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Um sjötíu prósent fýla sem Umhverfisstofnun lét rannsaka voru með örplast í maganum. Þá fannst örplast í fjöruklæklingi á öllum stöðum sem voru kannaðir. Stofnunin segir mikilvægt að landsmenn dragi verulega úr plastneyslu og flokki og endurvinni það. Sagt er frá tveimur rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á plastmengun í hafinu við Ísland á vef stofnunarinnar. Kræklingur varð fyrir valinu því hann er sagður hentugur til að meta örplastmengun í hafi en fýllinn til að fá mynd af menguninni í yfirborði sjávar. Meira en 0,1 gramm af örplasti fannst í um 16% fýlanna sem Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði. Um 3,65 plastagnir fundust í þeim að meðaltali. Örlítið meira af plasti reyndist í fýlum frá Norðausturlandi en frá Vestfjörðum og marktækt meira plast var í maga kvenfugla, bæði hvað varðar fjölda agna og þyngd þeirra.Magainnihald fýla við kannað í rannsókn Náttúrustofu Norðausturlands.Umhverfisstofnun/NNAPlastagnir fundust í 40-55% kræklinga á hverri stöð sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum skoðaði. Að meðaltali fundist 1,27 plastagnir í kræklingi, 0,35 á hvert gramm kræklings. Aðallega fundust í þeim plastþræðir sem voru af ýmsum gerðum og litum. Ekki var marktækur munur á fjölda plastagna í kræklingi á milli sex stöðva á landinu vestanverðu. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að þrátt fyrir þetta sé örplastmengun í kræklingi og fýlum minni við Ísland en í ýmsum öðrum löndum. Það breyti þó ekki því að Ísland sé ekki laust við plastmengun í hafi. „Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Umhverfismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira