May segist ákveðin í að Brexit fari fram á tilætluðum tíma Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 07:31 Theresa May segist ætla til Brussel með endurnýjað umboð, hugmyndir og ákveðni. ESB hefur útilokað að semja um írsku baktrygginguna svonefndu. Vísir/EPA Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Engan bilbug er að finna á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þrátt fyrir ítrekuð áföll í tilraunum hennar til að ná sátt um skilmála útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í grein sem hún skrifar í dag segist hún harðákveðin í að útgangan fari fram í lok mars eins og upphaflega var lagt upp með. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa útilokað að semja upp á nýtt við Breta um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands eftir að breskir þingmenn höfnuðu útgöngusamningi May með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Fylgjendur útgöngunnar á þingi eru mótfallnir baktryggingunni sem myndi þýða að Evrópureglur giltu áfram á Norður-Írlandi á meðan Bretar og Evrópusambandið koma sér saman um hvernig landamærunum á Írlandi verður háttað eftir útgönguna. Breska þingið kaus með því May leitaði eftir „öðrum valkosti“ við írsku baktrygginguna í síðustu viku. Því segist May í grein sem hún skrifar í blaðið Sunday Telegraph að hún ætli sér að fara aftur til Brussel með „nýtt umboð, nýjar hugmyndir og endurnýjaða ákveðni“. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu klukkan 23:00 föstudaginn 29. mars. Í grein sinni stendur May föst á því að sú dagsetning haldi. Hún muni „skila Brexit á réttum tíma“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Simon Coveney, varaforsætisráðherra Írlands, varar á sama tíma við því í grein í Sunday Times að enginn „trúverðugur valkostur“ við baktrygginguna sé til. „Evrópusambandið mun ekki semja aftur um útgöngusáttmálann og það verður enginn útgöngusáttmáli án baktryggingarinnar,“ skrifar hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21 Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Mögulegt að fresta þurfi útgöngu Breta úr ESB Í viðtali við BBC segir breski utanríkisráðherrann að ef nýr samningur næst rétt fyrir fyrirhugaðan útgöngudag gæti þurft að seinka honum á meðan mikilvægar lagabreytingar væru samþykktar. 31. janúar 2019 10:21
Myndi sætta sig við frestun Graham Brady, formaður hinnar áhrifamiklu 1922-nefndar breska Íhaldsflokksins, sagðist í gær vel geta sætt sig við að útgöngudegi yrði frestað ef þörf væri á stuttum tíma til viðbótar til þess að koma útgöngusamningi í gegnum þingið. 1. febrúar 2019 06:00
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitar að breyta Brexit samkomulaginu. 30. janúar 2019 19:00