Hjörvar hringdi meðal annars í athafnarmanninn Jóhannes Ásbjörnsson og bar fram glænýja hugmynd að auglýsingaherferð hjá pizzastaðnum Shake&Pizza.
Hugmyndin gekk út á það að tveir aðilar væru að rífast. Annar þeirra langar í pizzu og hinn í shake. Þá gengur Jói inn í herbergið og segir: „Komið bara á Shake&Pizza.“
Jóa þótti hugmyndin góð en var því miður að drífa sig á fund og vildi taka samtalið við Hjörvar síðar.
Sprenghlægilegur hrekkur sem heyra má hér að neðan.