Svona mun Formúlan líta út í ár Bragi Þórðarson skrifar 17. febrúar 2019 06:00 Nýr bíll Mercedes er í öruggum höndum Lewis Hamilton mynd/sky sports Nú hafa níu af þeim tíu Formúlu 1 liðum sem keppa munu í ár afhjúpað nýju bíla sýna. Aðeins Alfa Romeo á eftir að frumsýna sinn bíl en liðið mun gera það er fyrstu prófanir fyrir komandi tímabil hefjast á mánudaginn. Mercedes hefur ökumanns- og bílasmiðatitil að verja. Þó hefur liðið engan veginn slakað á og tók meðal annars 16 mánuði að hanna W10 bílinn. „Ég er tilbúinn í slaginn,“ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er hann ók W10 bílnum í fyrsta sinn í vikunni.Ferrari bætti við svörtu í sitt litaskemamynd/sky sportsFerrari hefur þurft að sætta sig við annað sætið á eftir Mercedes síðastliðin ár. Bíllinn sem liðið vonar að loksins muni sigra silfurörvarnar kallast SF90, til að fagna 90 ára afmæli ítalska bílaframleiðandans.Red Bull bíllinn fer ekki framhjá neinummynd/sky sportsRed Bull mun notast við Honda vélar í fyrsta skiptið í ár. Liðið hefur oft kynnt bíla sína til leiks með sérstöku útliti og engin breyting var á því í ár. Red Bull bílarnir verða þó með svipað útlit og síðastliðin ár þegar kemur að fyrstu umferð mótsins í Melbourne í mars.Ricciardo breytist í býflugu á brautinnimynd/sky sportsRenault heldur sér við svörtu og gulu litasamsetninguna. Liðið freystar þess að RS19 bíllinn, með Daniel Ricciardo innanborðs, muni koma liðinu nær slagnum um efstu þrjú sætin í keppni bílasmiða.Haas voru fyrstir að afhjúpa nýjan bíl, en virða þeir fyrstir í töflunni þegar uppi stendur?mynd/sky sportsHaas var fyrst liða til að kynna nýjan bíl til leiks. Liðið hefur breitt útliti bílsins verulega frá því í fyrra, nú er aðalstyrktaraðili liðsins orkudrykkjaframleiðandinn Rich Energy. Því er litasamsetning VF-19 bílsins svört og gulllituð.Sterk litasamsetning hjá McLarenmynd/sky sportsMcLaren er að byrja sitt annað ár með Renault vélar en gengi liðsins hefur verið frekar lélegt síðastliðin sex ár. MCL34 bíllinn á að koma liðinu aftur á beinu brautina með þeim Carlos Sainz og ungstirninu Lando Norris undir stýri.Fyrsti bíll Racing Pointmynd/sky sportsNú er Force India liðið úr sögunni og í þess stað kemur Racing Point. Liðið heldur þó svipuðu útliti og styrktaraðilum og Force India gerði á síðastliðnu ári. Lawrence Stroll, eigandi liðsins og faðir ökuþórsins Lance Stroll, segist ætla að koma liðinu á toppinn innan tíu ára.Torro Rosso bíllinn í ármynd/sky sportsRétt eins og McLaren að þá mun Toro Rosso liðið mæta til leiks með tvo nýja ökumenn. Daniil Kvyat snýr aftur í Formúlu 1 og liðsfélagi hans, hinn 22 ára Alexander Albon, verður aðeins annar tælenski ökumaðurinn í sögu íþróttarinnar.Hvítur er aðallitur Williamsmynd/sky sportsWilliams gekk hræðilega á síðasta ári. Liðið hefur alls 16 heimsmeistaratitla í Formúlu 1 en lauk síðasta tímabili í neðsta sæti. Í ár hefur liðið nýtt útlit og nýjan aðalstyrktaraðila, Rokit. Eins og áður sagði þá mun Alfa Romeo frumsýna sinn bíl á mánudaginn. Ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Það hafa þó borist myndir af bílnum, þó hann hafi ekki verið formlega kynntur til leiks enn.Now we’re ready to go. Feeling excited too?#AlfaRomeoRacing#LoveAtFirstSight#ARRpic.twitter.com/gskcT9grRp — Alfa Romeo Racing (@SauberF1Team) February 14, 2019 Kimi Raikkonen, 39 ára aðal ökuþór liðsins, hefur þó keyrt nýja bílinn nokkra hringi. Alvöru prófanir liðanna hefjast svo á mánudaginn á Barcelona brautinni á Spáni. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nú hafa níu af þeim tíu Formúlu 1 liðum sem keppa munu í ár afhjúpað nýju bíla sýna. Aðeins Alfa Romeo á eftir að frumsýna sinn bíl en liðið mun gera það er fyrstu prófanir fyrir komandi tímabil hefjast á mánudaginn. Mercedes hefur ökumanns- og bílasmiðatitil að verja. Þó hefur liðið engan veginn slakað á og tók meðal annars 16 mánuði að hanna W10 bílinn. „Ég er tilbúinn í slaginn,“ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton er hann ók W10 bílnum í fyrsta sinn í vikunni.Ferrari bætti við svörtu í sitt litaskemamynd/sky sportsFerrari hefur þurft að sætta sig við annað sætið á eftir Mercedes síðastliðin ár. Bíllinn sem liðið vonar að loksins muni sigra silfurörvarnar kallast SF90, til að fagna 90 ára afmæli ítalska bílaframleiðandans.Red Bull bíllinn fer ekki framhjá neinummynd/sky sportsRed Bull mun notast við Honda vélar í fyrsta skiptið í ár. Liðið hefur oft kynnt bíla sína til leiks með sérstöku útliti og engin breyting var á því í ár. Red Bull bílarnir verða þó með svipað útlit og síðastliðin ár þegar kemur að fyrstu umferð mótsins í Melbourne í mars.Ricciardo breytist í býflugu á brautinnimynd/sky sportsRenault heldur sér við svörtu og gulu litasamsetninguna. Liðið freystar þess að RS19 bíllinn, með Daniel Ricciardo innanborðs, muni koma liðinu nær slagnum um efstu þrjú sætin í keppni bílasmiða.Haas voru fyrstir að afhjúpa nýjan bíl, en virða þeir fyrstir í töflunni þegar uppi stendur?mynd/sky sportsHaas var fyrst liða til að kynna nýjan bíl til leiks. Liðið hefur breitt útliti bílsins verulega frá því í fyrra, nú er aðalstyrktaraðili liðsins orkudrykkjaframleiðandinn Rich Energy. Því er litasamsetning VF-19 bílsins svört og gulllituð.Sterk litasamsetning hjá McLarenmynd/sky sportsMcLaren er að byrja sitt annað ár með Renault vélar en gengi liðsins hefur verið frekar lélegt síðastliðin sex ár. MCL34 bíllinn á að koma liðinu aftur á beinu brautina með þeim Carlos Sainz og ungstirninu Lando Norris undir stýri.Fyrsti bíll Racing Pointmynd/sky sportsNú er Force India liðið úr sögunni og í þess stað kemur Racing Point. Liðið heldur þó svipuðu útliti og styrktaraðilum og Force India gerði á síðastliðnu ári. Lawrence Stroll, eigandi liðsins og faðir ökuþórsins Lance Stroll, segist ætla að koma liðinu á toppinn innan tíu ára.Torro Rosso bíllinn í ármynd/sky sportsRétt eins og McLaren að þá mun Toro Rosso liðið mæta til leiks með tvo nýja ökumenn. Daniil Kvyat snýr aftur í Formúlu 1 og liðsfélagi hans, hinn 22 ára Alexander Albon, verður aðeins annar tælenski ökumaðurinn í sögu íþróttarinnar.Hvítur er aðallitur Williamsmynd/sky sportsWilliams gekk hræðilega á síðasta ári. Liðið hefur alls 16 heimsmeistaratitla í Formúlu 1 en lauk síðasta tímabili í neðsta sæti. Í ár hefur liðið nýtt útlit og nýjan aðalstyrktaraðila, Rokit. Eins og áður sagði þá mun Alfa Romeo frumsýna sinn bíl á mánudaginn. Ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Það hafa þó borist myndir af bílnum, þó hann hafi ekki verið formlega kynntur til leiks enn.Now we’re ready to go. Feeling excited too?#AlfaRomeoRacing#LoveAtFirstSight#ARRpic.twitter.com/gskcT9grRp — Alfa Romeo Racing (@SauberF1Team) February 14, 2019 Kimi Raikkonen, 39 ára aðal ökuþór liðsins, hefur þó keyrt nýja bílinn nokkra hringi. Alvöru prófanir liðanna hefjast svo á mánudaginn á Barcelona brautinni á Spáni.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira