Nískur kylfingur gagnrýndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 14:00 Matt Kuchar fagnar með kylfusveininum David Giral Ortiz á Mayakoba Golf Classic Getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er ekki að koma neitt sérstaklega vel út úr umfjöllun fjölmiðla um hversu lítinn hluta mexíkóskur kylfusveinn hans fékk af verðlaunafé hans á dögunum. Matt Kuchar vann Mayakoba Golf Classic gólfmótið í Mexíkó í nóvember en hann gerði það án síns venjulega kylfusveins sem komst ekki á mótið. Matt Kuchar réð í staðinn heimamanninn David Giral Ortiz sem vinnur sem kylfusveinn á golfvellinum þar sem mótið fór fram. Matt Kuchar naut greinilega góðs af þekkingu Ortiz á vellinum því Kuchar spilaði á 22 undir pari og vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í fjögur ár. Fyrir sigurinn þá fékk Matt Kuchar meira en milljón dollara í verðlaunafé. „Hann var lukkutröllið mitt. Hann færði mér heppni og líka auka stuðning frá áhorfendum. Hann stóð sig líka vel og gerði einmitt þar sem ég var að leita eftir frá honum,“ sagði Matt Kuchar um Ortiz eftir sigurinn.Matt Kuchar paid "lucky charm" caddie just $5,000 after winning $1 million-plus at Mexican tournament https://t.co/pNEofwHGiw — Post Sports (@PostSports) February 12, 2019Verðlaunaféð var samtals 1,26 milljón dollara eða 152 milljónir íslenskra króna. Launin hans Ortiz voru hins vegar „aðeins“ til að byrja með fimm þúsund dollarar eða 606 þúsund íslenskar krónur. Ortiz ræddi óánægju sína og launin í viðtali við Golf.com. Ortiz sagðist síðan seinna hafa fengið fimmtán þúsund dollara í aukabónus og launin voru því komin upp í tuttugu þúsund dollara eða 2,4 milljónir íslenskra króna. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir mann sem fær vanalega 200 dollara fyrir daginn sem kylfusveinn. Málið er bara að er John Wood, hinn vanalegi kylfusveinn Matt Kuchar, hefði fengið 126 þúsund dollara af verðlaunafénu eða meira en 106 þúsund dollurum meira en Ortiz fékk. Þó að Ortiz telji sig ekki eiga rétt á slíkri upphæð þá fannst honum 50 þúsund dollarar vera nærri lagi. 50 þúsund dollarar væri fjögur prósent af verðlaunafénu en heildarlaun David Giral Ortiz eru aðeins 1,6 prósent af verðlaunafénu. Golf Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er ekki að koma neitt sérstaklega vel út úr umfjöllun fjölmiðla um hversu lítinn hluta mexíkóskur kylfusveinn hans fékk af verðlaunafé hans á dögunum. Matt Kuchar vann Mayakoba Golf Classic gólfmótið í Mexíkó í nóvember en hann gerði það án síns venjulega kylfusveins sem komst ekki á mótið. Matt Kuchar réð í staðinn heimamanninn David Giral Ortiz sem vinnur sem kylfusveinn á golfvellinum þar sem mótið fór fram. Matt Kuchar naut greinilega góðs af þekkingu Ortiz á vellinum því Kuchar spilaði á 22 undir pari og vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni í fjögur ár. Fyrir sigurinn þá fékk Matt Kuchar meira en milljón dollara í verðlaunafé. „Hann var lukkutröllið mitt. Hann færði mér heppni og líka auka stuðning frá áhorfendum. Hann stóð sig líka vel og gerði einmitt þar sem ég var að leita eftir frá honum,“ sagði Matt Kuchar um Ortiz eftir sigurinn.Matt Kuchar paid "lucky charm" caddie just $5,000 after winning $1 million-plus at Mexican tournament https://t.co/pNEofwHGiw — Post Sports (@PostSports) February 12, 2019Verðlaunaféð var samtals 1,26 milljón dollara eða 152 milljónir íslenskra króna. Launin hans Ortiz voru hins vegar „aðeins“ til að byrja með fimm þúsund dollarar eða 606 þúsund íslenskar krónur. Ortiz ræddi óánægju sína og launin í viðtali við Golf.com. Ortiz sagðist síðan seinna hafa fengið fimmtán þúsund dollara í aukabónus og launin voru því komin upp í tuttugu þúsund dollara eða 2,4 milljónir íslenskra króna. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir mann sem fær vanalega 200 dollara fyrir daginn sem kylfusveinn. Málið er bara að er John Wood, hinn vanalegi kylfusveinn Matt Kuchar, hefði fengið 126 þúsund dollara af verðlaunafénu eða meira en 106 þúsund dollurum meira en Ortiz fékk. Þó að Ortiz telji sig ekki eiga rétt á slíkri upphæð þá fannst honum 50 þúsund dollarar vera nærri lagi. 50 þúsund dollarar væri fjögur prósent af verðlaunafénu en heildarlaun David Giral Ortiz eru aðeins 1,6 prósent af verðlaunafénu.
Golf Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn