Stuttgart var efst á blaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2019 08:30 Elvar Ásgeirsson er markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olís-deildinni með 77 mörk. Fréttablaðið/Ernir „Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
„Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00
Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30