Leitin að Páli Mar Guðjónssyni sem var einn í bíl sem fór í Ölfusá um klukkan tíu síðastliðið mánudagskvöld hefur ekki borið árangur. Leitinni hefur verið hætt í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi verður fylgst með ánni fram að helgi þegar leit hefst aftur af fullum þunga.
Björgunarsveitarmenn gengu um níu kílómetra meðfram bökkum Ölfusár í dag, niður að Arnarbæli. Bílinn fór út í ána við kirkjuna á Selfossi.
Á morgun og fimmtudag verða ekki skipulagðar göngur með fram bökkum Ölfusár en þekktir staðir verða kannaðir. Um komandi helgi verður hins vegar settur fullur þungi í leitina þar sem svæðið verður fínkembt á ný.
