Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. febrúar 2019 11:51 Leitað er á bátnum á ánni eftir því sem veður leyfir auk þess sem gönguhópar fara með fram bökkum hennar. vísir/jói k. Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. Leitað verður á bátum á ánni í dag eftir því sem veður leyfir auk þess sem gönguhópar munu fara með bökkum árinnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir að það taki tíma að setja atburðarásina saman og lögreglan hafi óljósar upplýsingar um það sem hafi gerst. „Þetta er allt á rannsóknarstigi enn þá og við erum að viða að okkur upplýsingum og fá einhverja heildarmynd á þetta,“ sagði Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi.Frá vettvangi við Ölfusá í dag þar sem björgunarsveitarmenn vaða ána.vísir/jói k.Aðspurður hvort að það sé staðfest að bíll hafi farið í ána og að í bílnum hafi verið einn maður segir Sveinn Kristján lögregluna hafa rætt við vitni sem horfði á þetta gerast. „Það er vitni sem horfir á það, frekar trúverðugt vitni, sem sér þetta. Annað höfum við svo sem ekki. Við erum búin að sjá í nótt hluti úr bíl koma upp við kantinn fyrir neðan kirkjuna sem bendir til þess að eitthvað hafi farið en 100 prósent staðfesting er ekki alveg í sjálfu sér. En mjög miklar líkur, meiri líkur en minni, og við reiknum með að svo sé,“ segir Sveinn Kristján en í gær var greint frá því að lögreglan telji sig vita hver var í bílnum. Veðurspáin er frekar leiðinleg fram eftir degi og er veðrið mjög slæmt núna að sögn Sveins Kristjáns. Það á hins vegar að lægja með kvöldinu og er þá líklegt að bætt verði í leitina hafi hún ekki þá þegar skilað árangri. Árborg Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Telja sig vita hver var í bílnum sem fór í Ölfusá Mikið lið björgunarfólks tekur þátt í leitinni. Í tilkynningu lögreglunnar segir að vitni hafi séð bíl fara í ána og að ummerki á vettvangi styðji það 25. febrúar 2019 23:42 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. Leitað verður á bátum á ánni í dag eftir því sem veður leyfir auk þess sem gönguhópar munu fara með bökkum árinnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir að það taki tíma að setja atburðarásina saman og lögreglan hafi óljósar upplýsingar um það sem hafi gerst. „Þetta er allt á rannsóknarstigi enn þá og við erum að viða að okkur upplýsingum og fá einhverja heildarmynd á þetta,“ sagði Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi.Frá vettvangi við Ölfusá í dag þar sem björgunarsveitarmenn vaða ána.vísir/jói k.Aðspurður hvort að það sé staðfest að bíll hafi farið í ána og að í bílnum hafi verið einn maður segir Sveinn Kristján lögregluna hafa rætt við vitni sem horfði á þetta gerast. „Það er vitni sem horfir á það, frekar trúverðugt vitni, sem sér þetta. Annað höfum við svo sem ekki. Við erum búin að sjá í nótt hluti úr bíl koma upp við kantinn fyrir neðan kirkjuna sem bendir til þess að eitthvað hafi farið en 100 prósent staðfesting er ekki alveg í sjálfu sér. En mjög miklar líkur, meiri líkur en minni, og við reiknum með að svo sé,“ segir Sveinn Kristján en í gær var greint frá því að lögreglan telji sig vita hver var í bílnum. Veðurspáin er frekar leiðinleg fram eftir degi og er veðrið mjög slæmt núna að sögn Sveins Kristjáns. Það á hins vegar að lægja með kvöldinu og er þá líklegt að bætt verði í leitina hafi hún ekki þá þegar skilað árangri.
Árborg Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Telja sig vita hver var í bílnum sem fór í Ölfusá Mikið lið björgunarfólks tekur þátt í leitinni. Í tilkynningu lögreglunnar segir að vitni hafi séð bíl fara í ána og að ummerki á vettvangi styðji það 25. febrúar 2019 23:42 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56
Telja sig vita hver var í bílnum sem fór í Ölfusá Mikið lið björgunarfólks tekur þátt í leitinni. Í tilkynningu lögreglunnar segir að vitni hafi séð bíl fara í ána og að ummerki á vettvangi styðji það 25. febrúar 2019 23:42
Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51