Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:45 Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. AP/Channi Anand Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent